Listamaðurinn Sigurlína Osuala
Sigurlína er með meistaragráðu í keramik frá University of Art and Design Helsinki (nú Aalto University) og kennsluréttindi. Hún er fyrrum deildarstjóri keramikbrautar við Myndlistaskólann í Reykjavík (MíR) og kenndi keramik þar í 13 ár. Þar áður starfaði hún í Finnlandi m.a. við umsjón með framleiðslu á keramikvöru hjá fyrirtækinu Sun Ceramics og við kennslu í myndlist og keramik.
Menntun
2006-2007 Kennaraháskóli Íslands
Uppeldis- og kennslufræði tilkennsluréttinda.
1997-1999 University of Art andDesign Helsinki (Aalto University) , Finnland
M.A. í keramik
1994-1997 Myndlista- og handíðaskóli Íslands
Listiðnaða- og hönnunardeild. Leirlist
Sept. 1996 Alþjóðlegt keramik stúdíó í Kesckémet,Ungverjaland
1993-1994 Myndlistaskólinn á Akureyri
Fornám
Reynsla
Sigurlína er með meistaragráðu í keramik frá University of Art and Design Helsinki (nú Aalto University) og kennsluréttindi. Hún er fyrrum deildarstjóri keramikbrautar við Myndlistaskólann í Reykjavík (MíR) og kenndi keramik þar í 13 ár. Þar áður starfaði hún í Finnlandi m.a. við umsjón með framleiðslu á keramikvöru hjá fyrirtækinu Sun Ceramics og við kennslu í myndlist og keramik.
Sigurlína ásamt Andy Shaw aðstoðarprófessor í East Carolina University og áður í Louisiana State University stendur fyrir vinnustofunni Mid Atlantic Keramik Exhange (MAKE). Þar er keramiklistafólki frá Evrópu og Norður Ameríku stefnt saman í tvær vikur og deila þau hugmyndum, tækni og reynslu og eiga samtal um fagið.
Hún er þátttakandi í alþjóðlegu glerungarannsóknarverkefni sem ber heitið Samtal um glerunga (@glazedialogue). Ákveðin aðferðafræði er notuð sem byggir á uppruna hráefna, notkun þeirra og brennslu. Markmiðið er að deila þekkingu til almennings og sýna fram á fjölbreytni í glerungum og mismunandi aðferðum í notkun þeirra.
Hún hefur starfað að fjölmörgum verkefnum í gifsmótagerð og smáframleiðslu fyrir aðra hönnuði og leirlistafólk.
Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs
Sigurlína kennir fullorðnum nemendum leirmótun