Greiðsla og styrkir

Greiðsluupplýsingar

Boðið er að greiða með kreditkorti, debetkorti, með kröfu í banka einnig með gjafakorti. Bankaupplýsingar skólans: 0322 26 17568. Athugið að mikilvægt er að skrá eða taka frá pláss fyrir barnið eða unglinginn áður en nemandinn notar Frístundastyrkinn.

Greiðsluskilmálar

Um leið og námskeiðið er bókað er gengið frá greiðsluskilmálum. Þegar gengið hefur verið frá greiðsluskilmálum er námskeiðsgjaldið óafturkreift, nema námskeið falli niður. Myndlistarskóli Kópavogs áskilur sér rétt til þess að hætta við námskeið ef ekki fæst nóg þátttaka.

Ef nemandinn einhverja hluta vegna verður að hætta við þátttöku þá þarf afskráning að berast til Myndlistarskóla Kópavogs á netfangið myndlist@myndlistaskoli.is ekki síðar en en 3 virkum dögum áður en námskeiðið hefst.

Berist afskráningin of seint eða ekki er látið vita, áskilur Myndlistarskóli Kópavogs sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu, eða eiga námskeiðsgjaldið inni, fyrir öðru námskeiði.

Afslættir

Myndlistarskóli Kópavogs býður upp á afslætti. Ef nemandinn er á tveimur námskeiðum samtímis fær hann 10% afslátt af báðum námskeiðum. Ef nemandinn er á þremur námskeiðum samtímis fær hann 15% afslátt af öllum námskeiðum. Systkinaafsláttur 10%.

Styrkir

Námsstyrkir frá stettarfélögum. Flest stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrk til námskeiðsþátttöku hjá okkur. Athugaðu nánar hjá stéttarfélaagi.

Frístundastyrkir

Athugið að ekki er hægt að sækja um frístundastyrk fyrir námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs nema hafa fengið staðfest pláss á námskeiðinu í skólanum.

Frístundastyrkur Kópavogur

Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5 -18 ára með lögheimili í Kópavogi frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Frá og með 1. janúar 2023 er styrkurinn 56.000 krónur á barn á ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða. Nánari upplýsingar um frístundastyrk Kópavogs hér

Frístundakort Reykjavík
Reykjavík veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 6–18 ára með lögheimili í Reykjavík frístundastyrk. Styrkurinn er 75.000 krónur á ári og hægt er að greiða niður allan eða hluta af  námskeiðsgjöldum barnsins. Nánari upplýsingar um frístundastyrk Reykjavíkur
hér

Frístundastyrkur Hafnarfjörður
Hafnarfjörður styrkir börn 6–18 ára sem eru skráð á námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs. Hægt að skrá í gegnum Sportabler. Styrkurinn 4.750 kr. á mánuði og er dreginn frá þátttökugjöldum í hverjum mánuði. Félögin mega vera innan eða utan Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar hér.

Hvatapeningar Garðabær
Hvatapeningar ársins 2023 eru 55.000 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2005-2018. Nánari upplýsingar hér

Frístundaávísun Mosfellsbæ
Nánari upplýsingar hjá viðkomandi bæjarfélagi.