Listamaðurinn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
Sigtryggur er fæddur á Akureyri árið 1966 .
Menntun og reynsla
Sigtryggur stundaði nám í Myndlistarskólanum á Akureyri, Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi frá Ecole des Arts Decoratifs í Strassborg í Frakklandi.
Sigtryggur hefur í málverkum, ljósmyndum og vatnslitamyndum gert afmörkuðum náttúrufyrirbrigðum skil. Vatnsfletir hafa verið leiðandi stef í verkum hans, straumvatn og haffletir sem endurspegla hinar höfuðskepnunar, ljós, loft og jörð og einstaka krafta náttúrunnar svo sem vind og þyngdarafl. Sigtryggur hefur einnig reynt að skýra og draga fram uppbyggingu eða niðurröðun hlutanna í heiminum meðal annars með myndum af blómabrekkum og laufskrúði trjáa. Spurningar, um erindi nútímamannsins út í ósnortna náttúru og ábyrgð mannsins gagnvart henni, marka nú vinnu listamannsins með vaxandi þunga.
Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs
Sigtryggur kennir frjálsa olíumálun
Sigtryggur hefur kennt í Myndlistarskóla Kópavogs í nokkur ár...