Listamaðurinn Maríanna Eva Dúfa Sævarsdóttir
Dúfa útskrifaðist með BA gráðu af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands vorið 2022. Listsköpun Dúfu rannsakar alla mögulega snertifleti umhyggju og tengingu hvort sem það sé við náungann eða umhverfið. Þar finnur hún sköpunarkraftinn með því að virða fyrir sér ævintýrin sem finnast í hversdagsleikanum. Verk hennar eru ýmist í formi videóverka, innsetninga, gjörninga og þá efst á baugi þátttökugjörninga.
Á síðustu árum hefur Dúfa sinnt hlutverki safnkennara hjá Listasafni Reykjavíkur, í því felst að leiðsegja skólahópum um þáverandi sýningar safnsins, skipuleggja og halda listasmiðjur.
Menntun og reynsla
2023 – Háskóli Íslands, Kennsla list- og verkgreina, MT gráða.
2018 – 2022 Listaháskóli Íslands, BA gráða í myndlist
2016 – 2018 Myndlistaskólinn í Reykjavík, Stúdentspróf af sjónlistabraut
Sýningar og verk
2023 Pleasure ISLE, Sequences XI peek-a-boo, (Í samstarfi með Brák Jónsdóttir)
HIAP Suomenlinna, Helsinki, Finnland.
2022 South Iceland Biennale: Gathering
Listasafn Árnesinga - LÁ Art Museum
2022 Þú veitir mér einhverskonar djúpsjávar sálarnautn, Menningarnótt: Opnun King og Bong, Reykjavík, Ísland
2022 Gjörningur fluttur í Vinagiftingu Aldarinnar : á sömu blaðsíðu, Kleifar, Blönduós, Ísland.
(Í samstarfi með Brák Jónsdóttur)
2022 Sannstreymi: Ef ég væri tjörn værir þú heilt úthaf, Frjó listahátið, Rauðahúsið, Siglufjörður, Ísland.
2022 Gjörningur, Pælingar um sálarlandslag, (Í samstarfi með Brák Jónsdóttur) í Alþýðuhúsinu, Siglufjörður, Ísland.
2022 Verandi vera, útskriftarsýning Listaháskóla Íslands, Kjarvalsstaðir, Reykjavík, Ísland.
2022 Þú kyssir mig með mínum vörum, Fish Factory, Stöðvarfjörður, Ísland.
2021 Gjörningur fluttur í A-gjörningahátið, Akureyri, Ísland (Í samstarfi með Brák Jónsdóttur)
2021 Athugið: ATHAFNIR, gjörningakvöld OPEN, Reykjavík, Ísland
2021 Maybe Garde, Listaháskóli Íslands, Reykjavík, Ísland
2021 Þú veitir mér einhverskonar djúpsjávar sálarnautn, Naflinn Listaháskóli Íslands, Reykjavík
2019 Dökkt glitur, Opnunarsýning; LungA, Siglufjörður, Ísland. (Í samstarfi með Sunnu Axelsdóttur)
2019 Gjörningur fluttur í gjörningahátíð Flæðis, Reykjavík, Ísland
2018 Glitur, Rýmd, Reykjavík, Ísland. (Í samstarfi með Sunnu Axelsdóttur)
Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs
Maríanna Eva Dúfa kennir börnum í Myndlistarskóla Kópavogs.