Listamaðurinn Jón Axel Björnsson
Jón Axel er fæddur 2. febrúar 1956 í Reykjavík.
Menntun og reynsla
Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1975-1979. Jón er starfandi myndlistamaður og hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. Auk myndlistarinnar hefur Jón Axel unnið við kennslu í MHÍ og LHÍ 1985-1999 og Myndlistarskólanum í Reykjavík 1995-2000.
Jón Axel vann við leikmyndahönnun 2002-2006 í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og L.A. Akureyri. Jón Axel hefur einnig starfað með arkitektum að ýmsum verkefnum.
Sýningar og verk
Jón Axel
Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs
Jón Axel kennir fullorðinsnámskeið í olíumálun. Einnig kennir hann börnum teiknun, málun og mótun.