Listamaðurinn Ingimar Ólafsson Waage
Ingimar Ólafsson Waage nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk síðar framhaldsnámi í myndlist frá École Nationale des Beaux-arts de Lyon. Hann lauk diploma til kennsluréttinda frá Kennaraháskóla Íslands og síðar meistaraprófi í heimspeki og félagsfræði menntunar frá Háskóla Íslands. Ingimar stundar nú doktornám í menntavísindum við Háskóla Íslands. Rannsóknaáhugi Ingimars snýr að dygðasiðfræði, mannkostamenntun, myndlist og gagnrýnni hugsun, lýðræði og heimspekilegri samræðu í skólastarfi.
Ingimar kennir Frjálsa Olíumálun og Vatnslitamálun í Myndlistarskóla Kópavogs