Guðný

Leirlistamaðurinn Guðný Rúnarsdóttir

Á undanförnum árum eða frá því Guðný lauk námi í keramiki við Myndlistaskóla Reykjavíkur hefur hún unnið að fjölbreyttum verkum í leir í gegnum kennslu og sína eigin listsköpun. Guðný hefur gefið sér góðan tíma til þess að kynnast leirnum sem efniviði og um þessar mundir vinnur hún með "villtan leir" sem hún tekur beint upp úr jörðinni á Vestfjörðum. Í verkum hennar má greina bæði forvitni og leit að óvæntu mynstri, tilviljanakenndum formum og endurtekningu en þessi leit er og hefur verið megin drifkraftur í listsköpun Guðnýjar.

Menntun og reynsla

Guðný útskrifaðist árið 2003 með BA gráðu í myndlist frá LHÍ, eftir það lauk hún diplómu í keramiki frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Árið 2013 útskrifaðist Guðný með M. Art. Ed. frá Listkennsludeild LHÍ. Guðný hefur kennt sjónlistir á ýmsum vettvangi, meðal annars í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Skaftfell myndlistarmiðstöð Austurlands, Landakotsskóla, Dalskóla og Listasafni Reykjavíkur.

Sýningar og verk

Síðustu samsýningar:

Hamraborg Festival 2023, á Bókasafni Kópavogs, Hamraborg nr. 6a og í Póló vape shop, Hamraborg nr. 14a.

Leir á loftinu 2023, á hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum, með félögum í Leirlistafélagi Íslands.

Nr. 4 Umhverfing á Vestfjörðum, sumarið 2022, í búðinni á Drangsnesi.

Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs

Guðný kennir leirmótun í Myndlistarskóla Kópavogs