Garðar

Listamaðurinn Garðar Pétursson

Garðar Pétursson fæddist 12. ágúst 1958 íLitlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð og fluttist ungur til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum. Býr nú í Kópavogi. Stúdent úr máladeild Flensborgarskóla ogsíðan brautskráður úr auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982,þar sem áhugi vaknaði fyrir alvöru á meðferð vatnslita og airbrush ásamtljósmyndun.  

Frá námslokum hefur Garðar starfað semgrafískur hönnuður á auglýsingastofum (síðast hjá Pipar/TBWA). Er nú sjálfstætt starfandi hönnuður ásamt því að sinna myndlist.

Garðar er félagi í FÍT, félagi íslenskra teiknara og hefur hlotið allnokkrar viðurkenningar fyrir grafíska hönnun, tildæmis fyrir hönnun merkis heimsmeistaramótsins í handbolta 1995, merki fyrirhafnir landsins, Hreint haf - hagur Íslands, merki Kennaraháskóla Íslands,merki Flugfélags Íslands og merki Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Menntun og ferill

Vatnslitanámskeið hjá Gunnlaugi Stefán iGíslasyni.

Airbrushmálun á vegum Poulsen hjá Craig Fraser.

Airbrushmálun hjá Dru Blair.

Garðar hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs

Garðar kennir Vatnslitun í Myndlistarskóla Kópavogs.

Sýningar

  • Gallerí Airport1979. Einkasýning. Blönduð tækni.
  • Samsýning ungra myndlistarmanna á Kjarvalsstöðum 1983. Olíulitir.
  • Samsýning hafnfirskra listamanna í Flensborgarskóla 1983. Akrýl og collage.
  • Verslun Kristjáns Siggeirssonar 1984. Einkasýning. Akrýl.
  • Gallerí Fold2000. Einkasýning. Vatnslitir.
  • Djúpavík á Ströndum 2001. Einkasýning. Vatnslitir.
  • Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði 2002. Einkasýning. Vatnslitir.
  • Bryggjuhátíð íKópavogi 2006. Samsýning Vatnslitir.
  • Oddfellowheimiliðað Staðarbergi í Hafnarfirði 2006-2007. Einkasýning. Vatnslitir.
  • Gallerí Fold 2014. Einkasýning. Airbrush.
  • Oddfellowheimiliðað Staðarbergi í Hafnarfirði 2013-2014. Einkasýning. Airbrush.
  • Ljósanótt íReykjanesbæ á Ránni 2015. Einkasýning. Airbrush.
  • MHÍ 40 árum síðar,Hlöðuloftinu Korpúlfsstöðum 2022. Samsýning. Airbrush.