Ásdís

Listamaðurinn Ásdís Guðjónsdóttir

Menntun

Ásdís stundaði nám við Myndlista og Handíðaskóla Íslands 1980 – 1985, útskrifaðist frá Textíldeild 1984 og stundaði þar framhaldsnám við aðrar deildir 1984 – 1985.

Hún lauk námi til kennsluréttinda í grunn- og framhaldsskóla frá Háskóla Íslands árið 1992 og framhaldsnámi í menntunarfræðum með áherslu á listkennslu árið 2005.

Ásdís hefur auk þess sótt fjölda námskeiða í tengslum við myndlist og kennslu hér heima og erlendis, ma. í leirlist, grafík, vatnslit, silfursmíði m.m.

Reynsla og Sýningar

Ásdís hefur stundað kennslu auk þess haldið tvær einkasýningar og tekið þátt sem hönnuður í nokkrum leiksýningum. Ásdís kenndi áður við Myndlistaskóla Kópavogs.

Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs

Ásdís kennir unglingum í Myndlistarskóla Kópavogs