LEIRMÓTUN
OG RENNSLA

Saga skólans 1988 - 2023

Segja má að það marki upphaf Myndlistarskóla Kópavogs þegar tveir myndlistarkennarar, Sigríður Einarsdóttir og Sólveig Helga Jónasdóttir, stofnendur skólans fóru á fund bæjaryfirvalda í Kópavogi til að leita stuðnings við stofnun myndlistarskóla í bænum. Þær voru báðar fullvissar um að Kópavogur þyrfti ekki síður á slíkum skóla að halda en tónlistarskóla og leikfélagi, sem þegar voru starfandi í bænum.

Bæjaryfirvöld tóku erindi þeirra vel og hvöttu þær til dáða og haustið 1988 stofnuðu þær Myndlistarskóla Kópavogs. Alla tíð síðan hefur Kópavogsbær stutt skólann vel og dyggilega. Sigríður og Sólveig Helga höfðu báðar numið við MHÍ undir leiðsögn Kurt Zier, mikils fræðimanns á sviði myndlistarkennslu sem hafði sterk áhrif á viðhorf nemenda sinna til myndlistarkennslu barna og unglinga.

Fyrstu árin var einungis boðið upp á barna- og unglinganámskeið en með aukinni aðsókn jókst fjölbreytnin og fullorðinsdeildir litu dagsins ljós. Skólinn átti samstarf við Myndlistarskólann í Reykjavík á mótunarárum sínum en strax í upphafi var sett á oddinn að til skólans yrðu ráðnir menntaðir myndlistarkennarar eða starfandi myndlistarmenn.

Skólinn var rekinn af stofnendum þar til hann varð gerður að sjálfseignarstofnun árið 1991 og um leið var stofnað skólafélag Myndlistarskóla Kópavogs. Í fyrstu stjórn þess sátu stofnendur ásamt Ingiberg Magnússyni, Þórólfi Kristjáni Beck og Kristjáni Guðmundssyni sem var fyrsti stjórnarformaður félagsins. Heimir Pálsson varsíðan formaður 1995-1999, Kristín Líndal 1999-2002 og Bragi frá 2002. Núverandistjórn skólafélagsins skipa Bragi Michaellsson formaður, Erla HuldSigurðardóttir, Sigríður Einarsdóttir, Sólveig Helga Jónasdóttir, Birgir RafnFriðriksson, Magnús Jóhannsson og Halldór Kristjánsson.

Sólveig Helga meðstjórnandi skólans lét af störfum haustið 1991 og var þá Sigríður ein sem stjórnandi Myndlistarskóla Kópavogs. Sólveig kom aftur til starfa vorið1993 og stjórnaði hún skólanum í eina önn, þá tekur Sigríður alfarið við stjórninni og stjórnar skólanum þar til Ingunn Erna Stefánsdóttir leirlistamaður og myndmenntakennari kom inn haustið 1995 sem annar skólastjórinn og starfaði hún þar til haustönn 2011. Þá tók Erla Huld Sigurðardóttir við og hafa hún og Sigríður stjórnað skólanum síðan.

Árið 1994 komst skólinn inn á fjárlög ríkisins sem varmikill ávinningur fyrir hann. Skólinn er rekinn með námskeiðsgjöldum og styrkjum og allt frá stofnun hefur verið gætt ítrasta aðhalds í rekstrinum en inntak og listrænar áherslur teknar fram yfir ytri búnað.

Skólinn var fyrst til húsa að Auðbrekku 2, síðan að Auðbrekku 32, þá í Íþróttahúsinu Digranesi v/Skálaheiði og Fannborg 6. Haustið 2008 flutti skólinn inn í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 74 og jafnframt var gerður samstarfssamningur milli skólans og Kópavogsbæjar til að styrkja reksturinn og auka þjónustu við bæjarbúa. Húsnæðið á Smiðjuvegi 74 er það stærsta sem skólinn hefur haft afnot af og hefur gert skólanum fært að reka öfluga starfsemi.

Á 25 ára afmæli skólans tilkynnti Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að Kópavogsbær hefði keypt húsnæði skólans að Smiðjuvegi 74. Skólinn hefur fengið áframhaldandi stuðning Kópavogsbæjar til að vera í þessu húsnæði sem hefur verið mikill fengur fyrir skólann.

Undanfarin ár hefur nemendafjöldinn verið rúmlega 800 yfir árið. Á vorönn 2023 eru 43 deildir og kennarar 18. Skólinn hefur lagt áherslu á að auka fjölbreytni í kennslu meðal þess sem skólinn hefur tekið upp eru fleiri leir og rennslunámskeið og hafa þess námskeið verið mjög vinsæl. Skólanum hefur tekist að fjölga rennibekkjum sem gert hefur mögulegt að fjölga þessum námskeiðum. Það er mat skólastjórnar Myndlistarskóla Kópavogs að þörf sé á að bæta við húsnæði skólans og hafa viðræður verið um það við Kópavogsbæ en niðurstöður liggja ekki fyrir.   
Segja má að það marki upphaf Myndlistarskóla Kópavogs þegar tveir myndlistarkennarar, Sigríður Einarsdóttir og Sólveig Helga Jónasdóttir, stofnendur skólans fóru á fund bæjaryfirvalda íKópavogi til að leita stuðnings við stofnun myndlistarskóla í bænum.

Þær voru báðar fullvissar um að Kópavogur þyrfti ekki síður á slíkum skóla að halda en tónlistarskóla og leikfélagi, sem þegar voru starfandi í bænum. Bæjaryfirvöld tóku erindi þeirra vel og hvöttu þær til dáða og haustið 1988 stofnuðu þær Myndlistarskóla Kópavogs. Alla tíð síðan hefur Kópavogsbær stutt skólann vel og dyggilega.

Sigríður og Sólveig Helga höfðu báðar numið við MHÍ undir leiðsögn Kurt Zier, mikils fræðimanns á sviði myndlistarkennslu sem hafði sterk áhrif á viðhorf nemenda sinna til myndlistarkennslu barna og unglinga.

Fyrstu árin var einungis boðið upp á barna- og unglinganámskeið en með aukinni aðsókn jókst fjölbreytnin og fullorðinsdeildir litu dagsins ljós. Skólinn átti samstarf viðMyndlistarskólann í Reykjavík á mótunarárum sínum en strax í upphafi var sett á oddinn að til skólans yrðu ráðnir menntaðir myndlistarkennarar eða starfandi myndlistarmenn.

Skólinn var rekinn af stofnendum þar til hann varð gerður aðsjálfseignarstofnun árið 1991 og um leið var stofnað skólafélag MyndlistarskólaKópavogs. Í fyrstu stjórn þess sátu stofnendur ásamt Ingiberg Magnússyni, Þórólfi Kristjáni Beck og Kristjáni Guðmundssyni sem var fyrsti stjórnarformaður félagsins. Heimir Pálsson var síðan formaður 1995 -1999, Kristín Líndal 1999-2002 og Bragi frá 2002.

Núverandi stjórn skólafélagsins skipa Bragi Michaellsson formaður, Erla Huld Sigurðardóttir, Sigríður Einarsdóttir, Sólveig Helga Jónasdóttir, Birgir Rafn Friðriksson, Magnús Jóhannsson og Halldór Kristjánsson.

Sólveig Helga meðstjórnandi skólans lét af störfum haustið 1991 og var þá Sigríður ein semstjórnandi Myndlistarskóla Kópavogs. Sólveig kom aftur til starfa vorið 1993 og stjórnaði hún skólanum í eina önn, þar eftir tekur Sigríður alfarið viðstjórninni og stjórnar skólanum þar til Ingunn Erna Stefánsdóttirleirlistamaður og myndmenntakennari kom inn haustið 1995 sem annar skólastjórinn og starfaði hún þar til haustönn 2011.

Þá tók Erla Huld Sigurðardóttir við og hafa hún og Sigríður stjórnað skólanum síðan. Árið 1994 komst skólinn inn á fjárlög ríkisins sem var mikill ávinningur fyrir hann. Skólinn er rekinn með námskeiðsgjöldum og styrkjum og allt frá stofnun hefur verið gætt ítrasta aðhalds í rekstrinum en inntak og listrænar áherslur teknar fram yfir ytri búnað.

Skólinn var fyrst til húsa aðAuðbrekku 2, síðan að Auðbrekku 32, þá í Íþróttahúsinu
Digranesi v/Skálaheiði og Fannborg 6. Haustið 2008 flutti skólinn inn í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 74 og jafnframt var gerður samstarfssamningur milli skólans og Kópavogsbæjar til að styrkja reksturinn og auka þjónustu við bæjarbúa. Húsnæðið á Smiðjuvegi 74 er það stærsta sem skólinn hefur haft afnot af og hefur gert skólanum fært að reka öfluga starfsemi.

Á 25 ára afmæli skólans tilkynnti Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að Kópavogsbær hefði keypt húsnæði skólans að Smiðjuvegi 74. Skólinn hefur fengið áframhaldandi stuðning Kópavogsbæjar til að vera í þessu húsnæðisem hefur verið mikill fengur fyrir skólann. Undanfarin árhefur nemendafjöldinn verið rúmlega 800 yfir árið.

Nú á vorönninni eru 40 deildir og kennarar 18. Helstu nýjungar sem hafa orðið fastar í sessi ískólanum eru fleiri leir- og rennslunámskeið. Þessi námskeið verða sífellt vinsælli, með fleiri rennibekkjum hefur það verið mögulegt að bjóða upp námskeið í rennslu.