YFIRLIT VATNSLITUN

Vatnslitamálun fyrir Fullorðna Vorið 2018

Vatnslitamálun

Byrjendur og framhald
Frá 17. janúar  til 21. apríl 2018
Miðvikudaga kl 14:00-17:00
13 vikur (52 kennslustund)
Verð: 73.900.-
Kennari: Margrét Jónsdóttir

FULLT - Hægt að skrá sig á biðlista
Eða hringið á skrifstofuna
í 564 11 34 eða sendið netpóst
myndlist@myndlistaskoli.is

Námskeið fyrir þá sem vilja læra undirstöðuatriði í vatnslitamálun með áherslu á gangsæi vatnslitanna og formmótun með lit. Unnið með frumform og frumliti. Kennd litablöndun með tiliti til styrkleika, tærkleika og efniseiginleika litanna. Könnuð undirstöðuatriði andstæðra lita, samstæðra lita og fjarvíddar með með lit. Einnig er lögð áhersla á samspil línu og lita og skoðuð áhrif ljóss og skugga. Myndir og meira

———

Vatnslitamálun

Vatnslitamálun
Frá 5. febrúar til 30. apríl  2018
Mánudaga kl 18:30-21:30
10 vikur (40 kennslustund)
Verð: 56.900.-
Kennari: Daði Guðbjörnsson

FULLT - Hægt að skrá sig á biðlista
Eða hringið á skrifstofuna
í 564 11 34 eða sendið netpóst
myndlist@myndlistaskoli.is

Vatnslitir henta vel til að finna sig í heimi málaralistarinnar. Ég legg áherslu á að þjálfa tækni; og að fólk finni leiðir að eigin stíl og þjálfi hið sjálfsprottna. Málaðar verða nokkrar uppstillingar. Prófað að mála eftir myndum í bókum einnig er málað eftir ljósmyndum; landslag, hús eða manneskjan, o.s.frv. Akvarellu málun byggist á því að hvíti liturinn er ljósið í myndinni það er fengið frá pappírnum litirnir eru gegnsæir, ekki er blandað með hvítu. Það eru til fleiri tegundir af Vatnslit t.d. Gvass (gouache) og blek. Við finnum út hvaða leiðir henta hverjum og einum. Meira og myndir     Upplýsingar frá Daða

———

Vatnslitamálun

Auðveldar aðferðir
Frá 18. janúar  til 30. apríl 2018
Fimmtudaga kl 9:00-12:00
13 vikur (52 kennslustund)
Verð: 73.900.-
Kennari: Stephen Lárus Stephen

Markmið þessa námskeiðs er að gefa nemendum kost á að kynnast nýjum tækniaðferðum í vatnslitamálun. Aðferðir sem geta hjálpað nemendanum að læra að ná miklum árangri á stuttum tíma. Nemendur læra að tileinka sér og þróa hefðbundna vatnlitatækni.
Unnið verður með verkefni og tekið verður fyrir portrett málun, landslag, kyrralífsmyndir o.fl. Nokkrir listamenn teknir fyrir og verk þeirra skoðuð samhliða verkefnum sem tengjast þeim.
Kennslan fer fram á ensku
meira og myndir

———

Vatnslitamálun

Undirstaða og færni
Frá 17. janúar  til 25. apríl 2018
Miðvikudaga kl 18:30-21:30
13 vikur (52 kennslustund)
Verð: 73.900.-
Kennari: Derek Mundell

FULLT - Hægt að skrá sig á biðlista
Eða hringið á skrifstofuna
í 564 11 34 eða sendið netpóst
myndlist@myndlistaskoli.is

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa sótt námskeið í teikningu og/eða byrjendanámskeið í vatnslitun. Kennt verður að nýta séreinkenni vatnslitanna sem byggist á samspili pappírs, vatns og lita. Undirstaða í vatnslitamálun er tækni sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu áður en við getum fullnýtt þennan miðil.  Myndir og meira

———

Vatnslitamálun

Framhald og þróun
Frá 18. janúar til 26. apríl 2018
Fimmtudaga kl 18:30-21:30
13 vikur (52 kennslustund)
Verð: 76.500.- , módel 2x)
Kennari: Derek Mundell

FULLT - Hægt að skrá sig á biðlista
Eða hringið á skrifstofuna
í 564 11 34 eða sendið netpóst
myndlist@myndlistaskoli.is

Námskeiðið er framhald af Vatnslitamálun – undirstaða og færni en er líka ætlað nemendum sem hafa meiri reynslu af vatnslitanotkun. Undirstaða í teikningu er nauðsynleg. Á námskeiðinu er lögð áhersla á samspil birtu og skugga í myndefnum. Frumlitunum er leyft að renna og blandast í vatnsfilmunni á pappírnum. Listin felst í viðkvæmu jafnvægi þess að stjórna vatninu og vinna með því. Myndir og meira

———

Vatnslitamálun

Frjáls Vatnslitamálun
Frá 20. janúar til 28. apríl  2018
Laugardaga kl 9:00-12:00
13 vikur (52 kennslustund)
Verð: 51.900.-
Kennari: Derek Mundell

FULLT - Hægt að skrá sig á biðlista
Eða hringið á skrifstofuna
í 564 11 34 eða sendið netpóst
myndlist@myndlistaskoli.is

Námskeiðið er vatnslitamálun fyrir lengra komna. Námskeiðið krefst sjálfstæðis í vinnubrögðum því að kennari verður aðeins í tímunum annað hvert skipti. Skoðaðar eru margvíslegar hliðar á vatnslitamálun – tæknilegar, fræðilegar og listfræðilegar. Unnið er eftir ljósmyndum, fyrirmyndum og uppstillingum.Námskeiðið er 28 kennslustundir með kennara og 24 kennslustundir án kennara. Meira og myndir

———

Vatnslitamálun

Eldri borgarar, eftirmiðdagstímar
Frá 15. jan. til 19.mars 2018
Mánudaga kl 13:00-16:00
10 vikur (40 kennslustund)
Verð: 46.500.-
Kennari: Daði Guðbjörnsson

Kennt verður að nýta séreinkenni vatnslitanna sem byggist á samspili pappírs, vatns og lita.  Áhersla er lögð á litablöndun og mismunandi eiginleika litanna. Skoðað er notkun vatnsflæðis í pappír, málun með lagi ofan á lag, en ekki síst mismunandi hlutföll vatns og lita til að ná fram áferðarbreytileika í verkunum.

En að mála með vatnslitum er ekki bara tækni. Það er líka óvissuferð sem við þurfum að vera tilbúin að taka þátt í. Ef við erum of varkár, þá er erfiðara að rannsaka miðilinn og uppgötva nýja hluti. Við lærum af reynslu og mistökum. Myndir og meira

———

Vatnslitamálun

Eldri borgarar, morguntímar
Frá 20. janúar  til 24. mars 2018
Föstudaga kl 9:00-12:00
10 vikur (40 kennslustund)
Verð: 46.500.-
Kennari: Daði Guðbjörnsson

Kennt verður að nýta sérkenni vatnslitanna sem byggist á samspili pappírs, vatns og lita. Á þessu námskeiði verður fjallað um núlifandi sænskan vatnslitamálara Lars Lerin og verkefnin byggjast á bók hans Naturlära. 

Að mála með vatnslitum er ekki með tækni. Það er líka óvissuferð sem við þurfum að vera tilbúin að taka þátt í. Ef við erum of varkár, þá er erfiðara að rannsaka miðilinn og uppgötva næyja hluti. Við lærum af reynslu og mistökum. Myndir og meira

———

Comments are closed.