Unglinganámskeið fyrir 12 -15 ára

Teiknun, Málun, Mótun.

Á námskeiðinu læra nemendur að teikna frá sínum reynsluheimi, með því að skoða, uppgötva og upplifa, t.d. að teikna hvort annað og skissa myndir úti í náttúrunni. Leikið með liti, börnin læra að þekkja frumlitina og fá að uppgötva blöndun þeirra með því að gera tilraunir með blöndun lita. Nemendur móta í leir eftir ýmsum aðferðum, leirinn litaður, glerjaður og síðan brenndur. Áhersla lögð á persónulega tjáningu og sjálfstæð vinnubrögð. Ýmsir þekktir listamenn verða kynntir og velt vöngum yfir aðferðum og hugmyndum þeirra til myndsköpunar.

UnglinganámskeiðFullt

IIIA – Unglingar 12-15 ára

Skráningu lokið á vornámskeið

TEIKNUN, MÁLUN OG MÓTUN
Mánudaga, kl. 16:30-18:00
Frá 21. janúar til 29. apríl 2019
13 vikur (26 kennslustundir)
Kennarar: Guðný Hafsteinsdóttir