Fullorðinsnámskeið í Teiknun

Í teikningu er lögð áhersla á formfræði og myndbyggingu, unnið með grátónaskala skyggingar, línuteikningu, frumform, uppstillingar, fjarvíddarteikningar og hraðskissuæfingar. Nemendur kynnast mismunandi pappír og mismunandi teikniáhöldum svo sem: blýöntum, kolum, pastellitum, trélitum, tússpennum og tússbleki. Markmiðið er að skoða umhverfið í nýju ljósi, virkja sjónræna skynjun og verða færari í að koma hugmyndum sínum á blað.

TEIKNUN

Í boði eru námskeið í teiknun fyrir

  • byrjendur

  • framhald

  • teiknun og málun

Til hliðar eru listaverk nemenda í vatnslitamálun

YFIRLIT TEIKNUN

Kennarar Myndlistaskóla Kópavogs

Kennarar sem kenna teikningu í skólanum