Sumarnámskeið fyrir fullorðna í Teiknun

Margrét Zophóníasdóttir verður með námskeiðið TEIKNUN OG MÁLUN  í júní. Teiknaðar verða uppstillingar og einstakir hlutir með áherslu á myndbyggingu. Í framhaldi af því geta nemendur gert vinnuteikningu og málað eftir henni. Farið verður í grunnþætti teiknunar og málunar.