Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga

Myndlistarskóli Kópavogs verður með sumarnámskeið fyrir Börn 6-8 ára, börn 9-11 ára og Unglinga 12-15 ára. Markmið kennslunnar er að örva skapandi hugsun nemanda og að kenna helstu grundvallaratriði myndlistar, teiknun, málun og mótun. Unnið verður úti og inni eins of veður leyfir.

BÖRN OG UNGLINGAR

Í boði eru námskeið fyrir

  • Börn 6 – 8 ára

  • Börn 9 – 11 ára

  • Unglingar 12 – 15 ára

Til hliðar eru listaverk myndir frá námskeiðum barna og unglinga

Láttu drauminn rætast

Hvað læra nemendur á námskeiði hjá okkur?

TEIKNUN: Nemendur læra að teikna frá sínum reynsluheimi, með því að skoða, uppgötva og upplifa, t.d. að teikna hvort annað.

 

LITAFRÆÐI OG MÁLUN: Leikið með liti, börnin læra að þekkja frumlitina og fá að uppgötva blöndun þeirra með því að gera tilraunir með blöndun lita.

 

MÓTUN: Nemendur móta í leir eftir ýmsum aðferðum, leirinn litaður, glerjaður og síðan brenndur. Áhersla lögð á persónulega tjáningu og sjálfstæð vinnubrögð..

 

LISTASAGA: Ýmsir þekktir listamenn verða kynntir og velt vöngum yfir aðferðum og hugmyndum þeirra til myndsköpunar.

YFIRLIT YFIR BARNA- OG UNGLINGANÁMSKEIÐ SUMARIÐ 2019

Kennarar Myndlistarskóla Kópavogs

Kennarar sem kenna börnum og unglingum á sumarnámskeiði