HLÍF ÁSGRÍMSDÓTTIR

Hlíf Ásgrímsdóttir

myndlistarmaður

Hlíf Ásgrímsdóttir hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og fór síðan í framhaldsnám til Finnlands við Listaakademíuna í Helsinki. Hún hefur unnið við myndlistakennslu síðan 1996.Hlíf hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga heima og erlendis. Hlíf sýndi árið 2010 á sýningunni Blæbrigði vatnsins á Kjarvalsstöðum og var með einkasýningu sama ár í Boxinu , sýningarsal Myndlistafélagsins á Akureyri. Hún tók þátt í sýningunni Vatnsberanum í Ásmundarsafni, Listasafni Reykjavíkur hún hefur einnig verið með einkasýningu í Hafnarborg og Listasafni ASÍ. Það má sjá stórt olíuverk eftir Hlíf í húsi BSRB við Grettisgötu og tveggja metra vatnslitaverk með ljósmynd í Menntaskólanum við Sund. Hlíf hefur einnig tekið þátt í stórum sýningum erlendis eins og Peking tvíæringnum í Kína, Beijing Intrnational Art Biennale 2008 í Millennium Art Museum og 2005 í National Art Museum of China. Einnig hefur hún tekið þátt í stórum farandsýningum um Norðurlönd s.s tvíæringnum Aurora sem opnaði í Götebörgs Kunstmuseum og farandsýningu sem byrjaði í Listasafni Færeyja.

Comments are closed.