SIGRÍÐUR HJALTDAL PÁLSDÓTTIR

Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir

 

BYBIBI.IS

Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir fæddist í Danmörku árið 1969 þar sem hún bjó fyrstu þrjú árin en ólst síðar upp á Íslandi. Eftir stúdentspróf stundaði hún nám við við keramikdeild Myndlista- og handíðaskóli Íslands árin 1996 -1998. Sigríður fór sem skiptinemi til Spánar árið 1998 í Iðnhönnun í Escola Massana, Centre d’art i disseny í Barcelona og lauk þaðan námi árið 2002.

Hún bjó í Barcelona í 12 ár þar sem hún var m.a. með eigið keramikverkstæði og hóf þar framleiðslu á eigin vörulínu.

Árið 2009 varði Sigríður þremur mánuðum á vinnustofu Uganda Ceramics í Úganda í Afríku. Árið 2011 lauk hún Kennslufræði til kennsluréttinda frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Sigríður hefur kennt við Myndlistaskóla Kópavogs frá 2013 ásamt að vera leiðbeinandi á leikskólanum Mýri frá árinu 2012 til 2014.

Sigríður hefur sótt hin ýmsu námskeið og má þar nefna keramikmótun við Davinci Escola í Barcelona og hér heima sótti hún námskeiðið Frá hugmynd að veruleika við Háskóla Íslands 2011 og ári síðar námskeiðið Brautagengi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Sigríður hefur einnig tekið þátt í nokkrum samkeppnum. Má þar helst nefna hönnunarsamkeppni í Stokkhólmi 1998 en verkefnið var umhverfisvænn ferðabíll BoMobil sem alls sjö nemendur úr MHÍ komu að. Í framhaldi af verðlaununum var bíllinn sýndur á sýningum víðsvegar í Evrópu.

Helstu sýningar á verkum Sigríðar voru í Barcelona á árunum 2000 – 2008, og má þar helst nefna: Futurs possibles í Institut de cultura la capella Barcelona, Primavera del diseño Escola Massana og Bac¡ 04 La piel Davinci Barcelonas.

Hér heima hefur hún tvisvar tekið þátt í HönnunarMars og sumar 2014 tók Sigríður einnig þátt í Vivante-Messe, Lifestyle Trade Fair í Düsseldorf. 

Comments are closed.