Olíumálun Framhald

Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur með grunnfærni í olíumálun og teikningu. Námið byggir bæði á sjálfstæðri vinnu nemenda og fjölbreyttum æfingum hjá kennara, sem miða að því að stuðla að aukinni færni nemenda og betri skilningi á eðli og áhrifum lita. Aðrir grunnþættir tvívíðrar myndlistar sem fjallað verður um eru t.d.; myndbygging, litablöndun og áhrif ljóss og skugga.