Námskeiðslýsing
Námskeiðið er ætlað nemendum með grunnfærni í olíumálun. Nemendur vinna með blöndun og virkni lita, andstæður í ljósi og byggingu mynda. Námskeiðið byggist bæði á verkefnum frá kennara og sjálfstæðri vinnu nemenda. Farið verður yfir áhöld og efni til olíumálunar. Ennfremur verður málaralistin; stefnur og straumar í nútíð og fortíð skoðuð og skeggrædd.