Módelmálun

Markmið þessa námskeiðs er þjálfun í listmálun með því að skoða og greina eitt það erfiðasta, en jafnfram mest heillandi viðfangsefni listmálunar; mannslíkamann. Vikulega fáum við lifandi fyrirsætu, og munum fyrst og fremst vinna með olíuliti, en akrýl- og vatnslitir eru einnig fúslega leyfðir.