Greiðsluupplýsingar og Gjafakort

Upplýsingar um greiðslur og greiðslukjör, greiðsluskilmála, styrki, afslætti og gjafakort

Nú er hægt að borga beint fyrir námskeið með VISA, MASTERCARD og NETGIRO i gengum greiðslusíðuna Dalpay.

Einnig er hægt að millifæra beint á bankareikning skólans.

 

Um leið og námskeiðið er bókað er gengið frá greiðsluskilmálum.

Þegar gengið hefur verið frá greiðsluskilmálum er námskeiðsgjaldið óafturkræft, nema námskeið falli niður.

NÁMSSTYRKIR FRÁ STÉTTAFÉLÖGUM
Flest stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrk til námskeiðsþátttöku hjá okkur.
Athugaðu nánar hjá þínu stéttafélagi.

Ef nemandi er á tveimur námskeiðum samtímis fær hann 10% afslátt af báðum námskeiðum.

Ef nemandi er á þremur námskeiðum samtímis fær hann 15 % afslátt af öllum námskeiðum.

Systkinaafsláttur er 10%.

Gjafakort

Gleddu aðra og gefðu þeim Gjafakort fyrir námskeiði eða hluta af námskeiði í Myndlistarskóla Kópavogs.

Hringdu í okkur í síma 5641134 (á skrifstofutíma) og pantaðu gjafabréf hjá okkur. Við sendum það síðan til þín eða viðtakanda.

Skrifstofutími mánudagur – fimmtudag 14:00 – 16:00

Komdu við á skrifstofunni ( á skrifstofutíma) og keyptu gjafakort hjá okkur. Þú getur staðgreytt, borgað með korti eða kröfu í banka.

Skrifstofutími: Mánudagur – fimmtudag 14:00 – 18:00.

myndlist@myndlistaskoli.is