Fullorðinsnámskeið í Myndlistarskóla Kópavogs

Myndlistarskóli Kópavogs er með úrval af fullorðinsnámskeiðum. Fyrir fullorðna er boðið upp á námskeið í teikningu, vatnslitamálun, olíumálun, leirmótun og pappamassanámskeið. Smellið á mynd til að fá nánari upplýsingar um námskeið.

Deildir fyrir fullorðna í Myndlistarskóla Kópavogs

Stutt lýsing á mismunandi deildum fyrir fullorðna í Myndlistarskólanum

modelingiberg1-e1522960953110

TEIKNUN: Í teikningu er lögð áhersla á formfræði og myndbyggingu, unnið með grátónaskala skyggingar, línuteikningu, frumform, uppstillingar, fjarvíddarteikningar og hraðskissuæfingar.

Nemendur kynnast mismunandi pappír og mismunandi teikniáhöldum svo sem: blýöntum, kolum, pastellitum, trélitum, tússpennum og tússbleki.

Markmiðið er að skoða umhverfið í nýju ljósi, virkja sjónræna skynjun og verða færari í að koma hugmyndum sínum á blað. Meira um teiknun…

Vatnslitamálun

VATNSLITAMÁLUN: Boðið er upp á vatnslitamálun fyrir byrjendur, framhaldsnámskeið í vatnslitun, vatnslitanámskeið fyrir eldri borgara og frjálsa vatnslitamálun.

Námskeiðin eru kynning á málun með vatnslitum á pappír. Áhersla er lögð á litafræði og farið yfir séreinkenni vatnslitanna.

Fjallað er um vatnslitamyndir eftir íslenska og erlenda listamenn. Unnið er eftir ljósmyndum, fyrirmyndum og uppstillingum. Meira um vatnslitun…

Olíumálun framhald hjá Söru

OLÍUMÁLUN: Boðið er upp á olíumálun fyrir byrjendur, framhaldsnámskeið í olíumálun, listmálunnartækni gömlu meistaranna, módelmálun og frjáls málun.

Höfuðáhersla verður lögð á að nemendur öðlist leikni í litablöndun og þjálfi næmni fyrir samspili litanna og áhrifum þeirra hver á annan.

Fjallað verður um myndbyggingu, negatíf og pósitíf form og litafjarvídd. Meira um olíumálun…

Leirmótun byrjendur hjá Olgu Dagmar

LEIRMÓTUN: Boðið er upp á leirmótun fyrir byrjendur, framhaldsnámskeið í leirmótun og kennsla í rennslu.

Nemendur læra að tileinka sér nokkrar aðferðir leirmótunar t.d. kúluaðferð, plötuaðferð og pulsuaðferð og fá nemendur tækifæri til að prófa að renna á rennibekk. Nemendur vinna eitt verk út frá eigin hugmynd í lokinn.

Lögð áhersla á hugmyndavinnu í öllum verkenfnum. Gerðar tilraunir með glerunga og reykbrennslu. Meira um leirmótun…

Pappamassi

PAPPAMASSI: Kynning á ýmsum aðferðum í pappamassagerð.

Farið verður í nokkrar aðferðir við pappamössun, mótað með dagblöðum og silkipappír, formað með vír og skorinn út pappi svo eitthvað sé nefnt. Meira um pappamassa…

Láttu drauminn rætast

YFIRLIT FULLORÐINSNÁMSKEIÐ

Kennarar Myndlistarskóla Kópavogs

Kennarar sem kenna Fullorðinsnámskeið