Fullorðinsnámskeið í Myndlistarskóla Kópavogs

Myndlistarskóli Kópavogs er með úrval af fullorðinsnámskeiðum. Fyrir fullorðna er boðið upp á námskeið í teikningu, vatnslitamálun, olíumálun og leirmótun. Smellið á mynd til að fá nánari upplýsingar um námskeið.

Deildir fyrir fullorðna í Myndlistarskóla Kópavogs

Stutt lýsing á mismunandi deildum fyrir fullorðna í Myndlistarskólanum

modelingiberg1-e1522960953110

TEIKNUN: Í teikningu er lögð áhersla á formfræði og myndbyggingu, unnið með grátónaskala skyggingar, línuteikningu, frumform, uppstillingar, fjarvíddarteikningar og hraðskissuæfingar.

Nemendur kynnast mismunandi pappír og mismunandi teikniáhöldum svo sem: blýöntum, kolum, pastellitum, trélitum, tússpennum og tússbleki.

Markmiðið er að skoða umhverfið í nýju ljósi, virkja sjónræna skynjun og verða færari í að koma hugmyndum sínum á blað. Meira um teiknun…

Vatnslitamálun

VATNSLITAMÁLUN: Boðið er upp á vatnslitamálun fyrir byrjendur, framhaldsnámskeið í vatnslitun, vatnslitanámskeið fyrir eldri borgara og frjálsa vatnslitamálun.

Námskeiðin eru kynning á málun með vatnslitum á pappír. Áhersla er lögð á litafræði og farið yfir séreinkenni vatnslitanna.

Fjallað er um vatnslitamyndir eftir íslenska og erlenda listamenn. Unnið er eftir ljósmyndum, fyrirmyndum og uppstillingum. Meira um vatnslitun…

Olíumálun framhald hjá Söru

OLÍUMÁLUN: Boðið er upp á olíumálun fyrir byrjendur, framhaldsnámskeið í olíumálun, listmálunnartækni gömlu meistaranna, módelmálun og frjáls málun.

Höfuðáhersla verður lögð á að nemendur öðlist leikni í litablöndun og þjálfi næmni fyrir samspili litanna og áhrifum þeirra hver á annan.

Fjallað verður um myndbyggingu, negatíf og pósitíf form og litafjarvídd. Meira um olíumálun…

Leirmótun byrjendur hjá Olgu Dagmar

LEIRMÓTUN: Boðið er upp á leirmótun fyrir byrjendur, framhaldsnámskeið í leirmótun og kennsla í rennslu.

Nemendur læra að tileinka sér nokkrar aðferðir leirmótunar t.d. kúluaðferð, plötuaðferð og pulsuaðferð og fá nemendur tækifæri til að prófa að renna á rennibekk. Nemendur vinna eitt verk út frá eigin hugmynd í lokinn.

Lögð áhersla á hugmyndavinnu í öllum verkenfnum. Gerðar tilraunir með glerunga og reykbrennslu. Meira um leirmótun…

Pappamassanámskeið verður ekki á næstunni, þar sem kennarinn er í árs fríi. Hvenær næsta vefsíðunámskeið verður er ekki enþá búið að taka ákvörðun um.

Láttu drauminn rætast

YFIRLIT FULLORÐINSNÁMSKEIÐ

Kennarar Myndlistarskóla Kópavogs

Kennarar sem kenna Fullorðinsnámskeið