María Arnardóttir

María Arnardóttir lærði bæði myndlist og vöruhönnun í Gerrit Rietveld akademíunni í Amsterdam frá 2012 til 2016.

Áður stundaði hún tónlistarnám í Hollandi og á Íslandi. Hún hefur komið víða við í listaheiminum, en hún hefur sérstaklega gaman af samvinnuverkefnum milli ólíkra greina. Þar má nefna sviðslist, forritun, tónlist og vísindi.

Hún ólst upp í Reykjavík en hefur þar að auki unnið á ýmsum sviðum listarinnar og sýnt verk sín í Hollandi, Venesúela, Portúgal og New York.