Jón Baldur Hlíðberg er fæddur í Reykjavík 1957. Hann sótti námskeið í teikningu við Myndlistaskólann í Reykjavík veturinn 1982-83. Þaðan lá leiðin í Myndlista og handíðaskóla Íslands, en þar var hann við nám 1983-1985, án þess að ljúka prófi. Störf við myndlýsingar hófust fljótlega hann starfaði fyrstu árin við ýmis störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrufræðistofu Kópavogs sem og kennslu við Myndlista og handíðaskóla Íslands. Þá starfaði Jón um 20 sumur sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn. Hin síðari ár hefur Jón helgað sig alfarið teiknarastarfinu.

Jón hefur myndskreytt fleiri tugi bóka að meira eða minna leiti auk óteljandi birtinga í tímaritum dagblöðum og öðru prentefni bæði innanlands og utan. Helstu bækur þar sem Jón er talinn til höfunda eru:

Íslenskir hvalir fyrr og nú. Forlagið 1997. Einn þriggja höfunda. Tugir mynda af hvalategundunum við Ísland.

Birdwatching in Iceland. Ritsmiðjan 1997. Annar tveggja höfunda. Tugir pennateikninga af Íslenskum fuglum.

Íslenskir fuglar Vaka-Helgafell. 1998. Nokkur hundruð vatnslitamynda íslenskra fugla. Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Íslensk spendýr. Vaka-Helgafell 2004. Nokkrir höfundar, Ritstjóri Próf. Páll Hersteinsson. Nokkur hundruð vatnslitamynda af spendýrum. Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Íslenskir fiskar. Vaka Helgafell 2007. Þrír höfundar. Nærri 400 myndir.

Íslenskar kynjaskepnur. JPV. 2008. Annar tveggja höfunda. Nokkrir tugir mynda.

Hvalir. JPV. 2010. Tveir höfundar. Nærri 100 myndir.

Tugir bóka annara höfunda, innlendra sem erlendra (Kanada, England, Holland ofl.) með mismörgum myndum JBH.

——

Myndefni er í notkun í söfnum innanlands sem og í USA og Noregi.

——

Jón hefur gert á 3. tug frímerkja.

——-

Myndir Jóns hafa birst í fjölda erlendra tímarita og dagblaða s.s. Washington Post, London Times, Herald Tribune, Science, Nature PLOS ONE ofl.ofl. Þá hafa myndir verið notaðar í tveimur fræðsluþáttum hjá BBC

——-

Jón hefur mynskreytt á fjölda kennslubóka í náttúrufræði fyrir öll stig grunnskóla, samtals nokkur hundruð mynda, en námsbækurnar skipta tugum sem Jón hefur komið að, að meira eða minna leiti.