Hanna útskrifaðist með B.A.-gráðu frá deildinni Identity í Design Academy Eindhoven árið 2008. Hún lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands á árunum 2014 og 2015 og leggur nú stund á meistaranám í listkennslu við sama skóla.

Hún hefur unnið að fjölbreyttum hönnunarverkefnum, sjálfstætt og sem hluti af hönnunarteymunum Attikatta og Ðyslextwhere. Hún hefur haldið fyrirlestra, staðið fyrir námskeiðum og sinnt sýningarstjórn.