Elín kennir vefsíðugerð í Myndlistarskóla Kópavogs.
Takmarkið er að kenna og hjálpa listamönnum
og öðrum að markaðsetja listaverkin,
þjónustuna eða vöruna.

Elín – Kennari í vefsíðugerð

Elín hefur mikinn áhuga á að hjálpa listamönnum, frumkvöðlum og þeim sem eru að taka fyrstu skrefin í að markaðsetja vöru/listaverk/þjónustu og vilja læra að gera og viðhalda eigin vefsíðu. Vefsíðu sem verður „þeirra eigin“. Vefsíða sem er létt að breyta og uppfæra.

Menntun

Bachelor of Social Science in Work Science, 2002-2005
Work Science Oriented Towards Human Resources and organisation

Atvinnulífsfræði með fókus á mannauð 2002-2005

-Verkefnastjórnun 2003-2004 Malmö Högskola

-Menningarfélagsfræði (Kultursociologi) 2002 Lunds Universitet

Stúdentspróf 1998-2002 KOMVUX i Eslöv, Svíþjóð

Myndistanámskeið í Myndlistarskóla Reykjavikur og Myndlistarskóla Kópavogs ásamt öðrum námskeiðum í Bandaríkjunum..

Sumarnámskeið sem Elín kennir

Elín kennir vefsíðugerð fyrir fullorðna og spjaldtölvunámskeið fyrir börn og unglinga.

Takmarkið með kennslunni í vefsíðugerð er að kynna og kenna listamönnum og öðrum hvernig hægt er að nýta sér vefumsjónarkerfið WordPress til markaðsetja listaverkin, þjónustuna eða vöruna.

Takmarkið með spjaldtölvunámskeiðinu er að kenna hvernig hægt er að nota spjaldtölvu á listrænan hátt t.d. með gerð styttri teiknimyndar.

Einnig er spjaldtölvan notuð til að taka myndir úti í náttúrunni t.d. af plöntum sem nemendur síðan mála eftir.