Daði Guðbjörnsson
WebsiteInstagram

Eftir að hafa stundað störf til sjós, en aðalega lands og lokið sveinsprófi í húsgagnasmíði, hóf ég nám í „Myndlista og handíðaskóla íslands“ 1976; áður hafði ég verið nemandi í nokkur ár í „Myndlistaskóla Reykjavíkur“( sem var kvöldskóli) .

Ég lauk námi með útskrift úr Nýlistadeild 1980.

Ég var á Akademíuni í Amsterdam veturin 1983-4.

Daði Guðbjörnsson listamálari f. 12. maí 1954 í Reykjavík.

Daði er lærður húsgagnasmiður (sveinspróf í húsgagnasmíði 1976) en snéri sér fljótlega að myndlist. Hann útskrifaðist frá Listaakademíunni í Amsterdam árið 1984 (Rijksakademi van Beldende Kunsten í Amsterdam 1983-1984) en áður hafið hann lokið námi frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1976-80. Myndlistaskóla Reykjavíkur 1969-76.

Daði hefur eingöngu starfað við myndlist frá námslokum og verið áberandi í íslensku listalífi. Jafnframt eigin listsköpun hefur hann setið í safnráði Listasafns Íslands og verið formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Einnig kenndi hann myndlist í þrettán ár.

Starfsferill. Eftir farsælan starfsferill til sjós og lands mest við húsbyggingar hef ég eftir 1983 nær eingöngu fengist við að mála málverk og þrykkja grafík myndir.  Var í hlutastarfi sem leiðbeinandi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985 til 1989 og við Myndlistaskólan í Reykjavík 1988 til 1997. Hef tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar, oftast á Íslandi en einnig erlendis.  Sýning með stórri sýningarskrá að Kjarvalssöðum árið 1993. Einnig unnið bókverk og bókaskreytingar. Á verk í helstu listasöfnum á Íslandi. Var þátttakandi í sýningum gullpenslana frá 1999 og Akvarell Ísland 2000. Leikmynd fyrir Íslensku Óperunna 2002. Önnur störf: Formaður Félags íslenzkra myndlistamanna 1986 til 1990. Safnráði Listafns Íslands 1987 til 1989. Viðurkenningar: Listamannalaun 1991. Einnig starfslaun frá Íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg.  Verðlaun í samkeppni um mataruppskriftir hjá Vöku Helgafelli 1997.

 

 

Fyrstu einkasýningu sína hélt Daði árið 1980 í Gallerí Suðurgötu 7 og eru þær nú orðnar vel á fimmta tug. Daði hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga semog listamannahópum s.s. Gullpenslinum og Akvarell Island en báðir hóparnir hafa sýnt alloft hér heima og erlendis. Verk Daða hafa einnig verið valin til sýninga s.s. á sýninguna Málverkið eftir 1980 í Listasafni Íslands árið 2006, en markmið hennar var að varpa ljósi á nýja málverkið, og á sýninguna Blæbrigði vatnsins sem var fyrri hluta ársins 2010 í Listasafni Reykjavíkur en á henni var sjónum beint að vatnslitum í íslenskri myndlist 1880-2010. Daði hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun listamanna, bæði frá Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu.

Mörg listasöfn s.s. Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafnið, Listasafn Reykjanesbæjar og Listasafn Akureyrar eiga verk eftir Daða.

Cv: https://dadilisto.blog/cv/

Einkasýningar/Exhibitions: 1980 Gallerí Suðurgötu 7, Reykjavík, Iceland.
1982 Gallerí Bak við bókaskáp, Reykjavík, Iceland.
1983 Bókasafn Ísafjarðar, Ísafjörður, Iceland.
1983 Gangurinn / The Corridor, Reykjavík Iceland.
1984 Kjarvalsstaðir, Reykjavík, Iceland.
1984 Miten-Laden-Gallery, Svisserland.
1985 Gallerí Borg, Reykjavík, Iceland.
1985 Slunkaríki, Ísafjörður, Iceland.
1986 Skipulagsstofunun höfuðborgarsvæðisins, Kópavogur Iceland.
1986 Gangurinn / The Corridor, Reykjavík, Iceland.
1987 Gallerí Borg, Reykjavík, Iceland. [Kat.].
1987 PP Leylystad, Holland.
1988 FÍM-salurin, Reykjavík, Iceland.
1988 Gallerí Borg, Reykjavík Iceland.
1988 Islands Kulturhus, Kaupmannahöfn, Danmark.
1988 Neuhof Bachs, Zürich, Svisserland.
1989 Kaffi Krókur, Reykjavík, Iceland.
1990 SPRON-Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Reykjavík, Iceland.
1991 Nýhöfn, listasalur, Reykjavík, Iceland.
1992 Sumarsýning, Norræna húsið/Nordic House, Reykjavík Iceland [kat.].
1993 Kjarvalsstaðir, Reykjavík, Iceland [kat.].
1995 Buz Kulturzentrum , Minden, Germany.
1995 Kirkjuhvoll, listasetur , Akranes, Iceland.
1995 Norræna húsið/Nordic House, Reykjavík, Iceland.
1996 Gallerí Borg, Reykjavík, Iceland.
1996 Menntamálaráðuneytið, Reykjavík, Iceland.
1997 Gallerí Fold, Reykjavík, Iceland .
1997 Gallerí Gúlp farand- og fjölstaðagallerí, Reykjavík, Iceland.
1997 Hallgrímskirkja, Reykjavík, Iceland.
1997 Kringlan, verslunar- og þjónustumiðstöð, Reykjavík Iceland.
1998 Listasafn Borgarness, Borgarnes Iceland.
1999 Haukshús, Bessastaðahreppi, Iceland.
1999 Listasafn ASÍ, Reykjavík, Iceland.
2000 Stöðlakot, Reykjavík, Iceland.
2000 Veg(g)ir Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir/Reykjavik Art Museum, Reykjavík Iceland.[Kat.].
2001 Gallerí Sölva Helgasonar, Hofsósi, Iceland.
2001 Myndlistarvor, Áhaldahúsið, Vestmannaeyjar. Iceland.
2002 Gallerí Fold, Reykjavík, Iceland.
2003 Safnasafnið. Grenivík, Iceland.
2005 Grafíksafnið. Reykjavík, Iceland.
2005 Nýlistasafnið. Reykjavík Iceland. [kat].
2007 Gallerí Fold, Reykjavík, Iceland.
2008 Listasafn Reykjanesbæjar, Reykjanesbæ, Iceland. [Kat.].
2008 International Fair Art&Crafts in Monza. Italy.
2009 Gallerí Fold,Reykjavík. Iceland.
2010 Gallerí Fold,Reykjavík.
2010 Artótek, Reykjavík, Iceland.
2011 Á slóðum Ódyseifs. Reykjavík, Iceland [kat.].
2013 Mokka,Reyjavík.
2014 Gallerí Fold, Reykjavík,Iceland.
2114 Sólon, Reykjavík,Iceland.
2015 Mokka,Reyjavík.