BYRJENDUR TEIKNUN HJÁ JÓNI BALDRI

Teiknun fyrir Fullorðna Vorið 2018

Jón Baldur Hlíðberg

TEIKNUN BYRJENDUR

Teiknun byrjendur
Frá 5. febrúar til 30. apríl 2018
Mánudaga kl 18:30-21:30
10 vikur (40 kennslustundir)
Verð kr. 45.600.-
Kennari: Jón Baldur Hlíðberg

Lögð verður áhersla á að fylgja hverjum nema fyrir sig eftir færni og hann aðstoðaður hvar svo sem hann er á vegi staddur.

Í fyrstu tímunum verður farið í grunnformin og helstu teikni og skyggingatækni. Nemar munu teikna og skyggja grunnformin í upphafi en mjög fljótt verður farið í hlutateikningu einfaldra hluta svo sem skelja eða algengra hluta með einföldu formi. Nemar fá strax undirstöðu leiðbeiningu í skissugerð og eru hvattir til að skissa heima  og koma í næsta tíma, frjáls viðfangsefni þótt mælt sé með einfaldleikanum til að byrja með. Í upphafi verða einvörðungu notaðir hefðbundnir blýantar.

Um miðja önn verður farið í einfalda fjarvíddarteikningu auk grunnatriða í myndbyggingu og nemar hvattir til tilrauna heimavið á því sviði sem síðan er skoðuð í næstu kennslustund.

Undir lok annar munum við gefa nemum kost á að reyna fyrir sér með fjölbreyttari efnum svosem kolum, pennum og trélitum.

 

Comments are closed.