NÁMSLÝSING FYRIR BÖRN 9 – 11 ÁRA

Námslýsing fyrir Börn 9-11 ára

MARKMIÐ KENNSLUNNAR að örva skapandi hugsun nemanda og að kenna helstu grundvallaratriði myndlistar.

 • að auka færni einstaklingsins til myndsköpunar
 • að gefa nemendur tækifæri til að njóta sköpunarhæfileika sinna
 • að gefa nemendum færi á að verða meðvitaðri á myndrænan boðskap með skapandi starfi og tengslum við listasöguna
Barnanámskeið hjá Birgi

Fyrir neðan er dæmi um hvernig við vinnum að verkefnum í skólanum

Módel teiknað/málað í anda Toulouse Lautrec

Hér er dæmi um verkefnaferil á námskeiði hjá okkur

1. Teiknað eftir lifandi módeli

2. Nemendur skyssa litla mynd af módelinu

3. Glærumynd gerð af skyssunni

4. Myndin stækkuð í myndvarpa

5. Myndin máluð

6. Listaverkið tilbúð

Teiknun
Nemendur læra að teikna frá sínum reynsluheimi, með því

 • að skoða,
 • uppgötva og
 • upplifa

t.d. að teikna hvort annað. 

Litafræði og Málun
Leikið með liti, börnin

 • læra að þekkja frumlitina og
 • fá að uppgötva blöndun þeirra
  með því að gera tilraunir með blöndun lita.
 • Málaðar uppstillingar, módel og óhlutbundin list

Mótun:
Nemendur

 • móta í leir eftir ýmsum aðferðum,
 • leirinn litaður,
 • glerjaður og
 • síðan brenndur

Áhersla lögð á persónulega tjáningu og sjálfstæð vinnubrögð.

Listasaga
Ýmsir þekktir listamenn verða kynntir og velt vöngum yfir aðferðum og hugmyndum þeirra til myndsköpunar.

Unnið verður samhliða í skissubækur fyrir persónulegar úrlausnir. Hver kennari útfærir síðan markmiðin eftir þeim áherslum sem hver og einn hefur.

 Til baka börn og unglingar

Comments are closed.